Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir eftir í baráttunni um starfið hjá Southampton
Will Still.
Will Still.
Mynd: EPA
Danny Röhl og Will Still eru tveir eftir í baráttunni um stjórastarfið hjá Southampton.

Southampton er að leita að nýjum stjóra sem getur komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir fall á yfirstandandi tímabili.

Still er efnilegur stjóri sem hefur síðustu ár verið að þjálfa í Frakklandi. Hann hætti með Lens á dögunum þar sem hann þarf að snúa aftur til Englands af persónulegum ástæðum.

Röhl er stjóri Sheffield Wednesday en þar hefur hann gert frábæra hluti við erfiðar aðstæður.

Simon Rusk hefur stýrt Southampton til bráðabirgða eftir að Ivan Juric var rekinn í apríl.
Athugasemdir
banner
banner