Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 17:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Glæsimark Rice í sigri Arsenal
Declan Rice fagnar marki sínu
Declan Rice fagnar marki sínu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal 1 - 0 Newcastle
1-0 Declan Rice ('55 )

Arsenal hefur tryggt sér 2. sæti deildarinnar eftir sigur á Newcastle sem verður í svakalegri baráttu um Meistaradeildarsæti í lokaumferðinni.

Newcastle fékk fyrsta færið snemma leeiks. David Raya átti slæma sendingu og Sandro Tonali komst í boltann og sendi hann á Callum Wilson. Hann sendi á Bruno Guimaraes sem átti skot sem Raya varði vel.

Stuttu síðar átti Leandro Trossard skot sem fór af varnarmanni og aftur fyrir. Upp úr horninu og upp úr því átti Thomas Partey tilraun en boltinn fór af Pope og yfir markið.

Þetta var fram og til baka í upphafi leiks. Dan Burn átti skalla sem Raya varði og Sven Botman fékk síðan boltann en Raya náði að sparka honum frá.

Eftir tíu mínútna leik braut Arsenal ísinn. Martin Odegaard átti sendingu á Declan Rice sem átti frábært skot í fjærhornið rétt fyrir utan teiginn.

Newcastle fékk hornspyrnu þegar leiktíminn var runninn út en David Raya handsamaði boltann. Eitthvað var skoðað í VAR en ekkert dæmt og Simon Hooper, dómari leiksins, flautaði leikinn af.

Newcastle er í 3. sætinu og Meistaradeildarbaráttan verður rosaleg í lokaumferðinni þar sem liðið er með jafn mörg stig og Chelsea og Aston Villa og stigi á undan Man City og Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner
banner