Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot var ekki tilbúinn að hvíla Salah - „Þá hefði verið bankað upp á"
Mynd: EPA
Liverpool heimsækir Brighton í næst síðustu umferð úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Arne Slot gerir fjórar breytingar á liðinu en Mohamed Salah er í liðinu. Hann er eini leikmaður liðsins, með leiknum í kvöld, sem hefur spilað allar mínútur í deildinni. Van Dijk hafði gert það fram að leik kvöldsins.

Slot sagði að það hafi ekki komið til greina að hvíla hann í kvöld.

„Það er ómögulegt, ef ég hefði skilið hann eftir hefði ég mátt búast við því að það hefði verið bankað upp á hjá mér, ég kom í veg fyrir það með því að setja hann í liðið," sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner