Arsenal hefur tjáð hinum 15 ára gamla Max Dowman það að hann verði hluti af aðalliðshópnum á næsta tímabili.
Hann mun þá ferðast með aðalliðinu í æfingaferð til Asíu í sumar.
Hann mun þá ferðast með aðalliðinu í æfingaferð til Asíu í sumar.
Þetta eru skýr merki um það hversu efnilegur Dowman er en hann verður ekki 16 ára fyrr en í desember.
Dowman hefur æft með aðalliðinu og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína með unglingaliðum félagsins.
Dowman, sem mun spila með U17 landsliði Englands á EM í sumar, er talinn einn efnilegasti leikmaður sem hefur komið upp úr akademíu Arsenal og verður spennandi að sjá hvað hann gerir á næstu leiktíð.
???? Max Dowman (15) has been told he will be part of the Arsenal first-team squad next season & will also join the club’s pre-season tour in Asia this summer. ? [@johncrossmirror] pic.twitter.com/r0jAkxX0t0
— afcstuff (@afcstuff) May 19, 2025
Athugasemdir