Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 12:57
Brynjar Ingi Erluson
England: Everton kvaddi Goodison Park með sigri - Ndiaye gerði bæði mörkin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Everton 2 - 0 Southampton
1-0 Iliman Ndiaye ('6 )
2-0 Iliman Ndiaye ('45 )

Everton lék sinn síðasta leik á Goodison Park er liðið bar sigurorð af Southampton, 2-0, í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Bláklædda liðið í Liverpool-borg hefur spilað leiki sína á Goodison frá 1892 en eftir þetta tímabil mun það flytja sig yfir á nýjan leikvang við höfnina á Bramley-Moore.

Goodison var kvaddur með stæl og var það senegalski framherjinn Iliman Ndiaye sem sá til þess að þetta yrði gleðidagur fyrir Everton-fólkið.

Ndiaye kom Everton yfir á 6. mínútu. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og tók snöggan sprett áður en hann lagði boltann í vinstra hornið með góðu innanfótar skoti.

Hann bætti við öðru í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dwight McNeil laumaði bolta inn fyrir á Ndiaye sem náði að komast framhjá Aaron Ramsdale og leggja boltann í netið.

Southampton var nálægt því að komast inn í leikinn þegar hálftími var eftir. Jordan Pickford, sem hafði lítið að gera í markinu stærstan hluta leiksins, kom Everton til bjargar eftir að Ross Stewart slapp í gegn.

Pickford var staðráðinn í að halda hreinu í seinasta leiknum á Goodison. Cameron Archer komst í færi undir lok leiks en Pickford aftur vandanum vaxinn í markinu.

Stuðningsmenn Everton þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur og fór það svo að liðið vann 2-0 sigur. Síðasti leikur karlaliðsins, en félagið staðfesti á dögunum að kvennaliðið muni spila heimaleiki sína þar.

Everton er áfram í 13. sæti og nú með 45 stig en Southampton á botninum með 12 stig.
Athugasemdir
banner