Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   sun 18. maí 2025 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Vestra 1-0.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Vestri

„Frábær sigur, við mikinn hita og þreyta í báðum liðum. Það voru erfiðir bikarleikir fyrir þremur dögum. Þannig það vantaði svona aðeins kraft í bæði liðin, en þetta var ágætis fótboltaleikur. Ég held að við höfum bara gert rétt, og hittum á réttu taktíkina og náum að skora á undan þeim. Það er erfitt að skora á þá, ég held að þetta sé bara þriðja markið sem þeir fá á sig í deildinni. Þetta var leiðin, það er að skora fyrst og reyna að bæta við, en að sama skapi halda aftur af þeim."

Framarar spiluðu mjög góðan varnarleik í dag, og fyrir þremur dögum þegar þeir mættu KA í bikarnum skoruðu þeir fjögur mörk og sýndu góðan sóknarleik. Það er þá bara að koma þessum hlutum saman.

„Þetta er búið að vera erfið byrjun og við höfum átt góða sigra, en höfum líka átt slæm töp. Við þurfum að finna þetta jafnvægi á milli. Við getum varist vel, þessir síðustu tveir leikir, sýna hvað þarf til að ná úrslitum. Leikmenn átta sig á því hvað þarf til þess að vinna fótbolta leiki. Það er ekki alltaf bara að spila einhverjar flottar hælspyrnur og gera eitthvað flott, stundum þarf bara að gera hlutina einfalt. Hlaupa og berjast, og hafa þessi grunngildi í lagi líka. Við höfum náð að halda því til haga bæði í dag og síðasta leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner