Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   sun 18. maí 2025 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Vestra 1-0.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Vestri

„Frábær sigur, við mikinn hita og þreyta í báðum liðum. Það voru erfiðir bikarleikir fyrir þremur dögum. Þannig það vantaði svona aðeins kraft í bæði liðin, en þetta var ágætis fótboltaleikur. Ég held að við höfum bara gert rétt, og hittum á réttu taktíkina og náum að skora á undan þeim. Það er erfitt að skora á þá, ég held að þetta sé bara þriðja markið sem þeir fá á sig í deildinni. Þetta var leiðin, það er að skora fyrst og reyna að bæta við, en að sama skapi halda aftur af þeim."

Framarar spiluðu mjög góðan varnarleik í dag, og fyrir þremur dögum þegar þeir mættu KA í bikarnum skoruðu þeir fjögur mörk og sýndu góðan sóknarleik. Það er þá bara að koma þessum hlutum saman.

„Þetta er búið að vera erfið byrjun og við höfum átt góða sigra, en höfum líka átt slæm töp. Við þurfum að finna þetta jafnvægi á milli. Við getum varist vel, þessir síðustu tveir leikir, sýna hvað þarf til að ná úrslitum. Leikmenn átta sig á því hvað þarf til þess að vinna fótbolta leiki. Það er ekki alltaf bara að spila einhverjar flottar hælspyrnur og gera eitthvað flott, stundum þarf bara að gera hlutina einfalt. Hlaupa og berjast, og hafa þessi grunngildi í lagi líka. Við höfum náð að halda því til haga bæði í dag og síðasta leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner