Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Brighton og Liverpool: Fyrsti byrjunarliðsleikur Chiesa
Mynd: EPA
Brighton og Liverpool eigast við í 37. umferð úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Brighton á möguleika á Evrópusæti en liðið kemst í 8. sæti ef liðið nær í jákvæð úrslit.

Fabian Hurzeler stjóri Brighton gerir tvær breytingar á liði sínu sem vann Wolves 2-0. Brajan Gruda og Simon Adingra koma inn fyrir Matt O'Riley og Tariq Lamptey.

Það eru fjórar breytingar á liði Liverpool eftir 2-2 jafntefli gegn Arsenal. Van Dijk, Robertson, Jones og Diaz setjast á bekkinn. Jarell Quansah, Kostas Tsimikas ogHarvey Elliott byrja. Þá er Federico Chiesa í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn.

Brighton: Verbruggen, Wieffer, Van Hecke, Webster, Estupinan, Baleba, Ayari, Adingra, Gruda, Minteh, Welbeck.
Varamenn: Rushworth, Julio, Hinshelwood, Dunk, Veltman, Gomez, Howell, O'Riley, Mitoma.

Liverpool: Alisson, Konate, Quansah, Bradley, Tsimikas, Gravenberch, Szoboszlai, Chiesa, Elliot, Salah, Gakpo.
Varamenn: Kelleher, Gomez, Endo, Van Dijk, Diaz, Nunez, Jones, Robertson, Alexander-Arnold.

Athugasemdir
banner
banner