Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliðinn snýr til baka eftir tveggja mánaða bann
Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, getur spilað í næstu umferð Bestu deildarinnar eftir að hafa setið af sér leikbann.

Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann frá fótbolta eftir að hafa brotið veðmálareglur.

Hann veðjaði á leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í; leiki í Bestu deildinni, leiki í Lengjubikarnum og leik í Mjólkubikarnum. Það er bannað samkvæmt reglum. Alls voru leikirnir 36 sem hann veðjaði á, en hann veðjaði aldrei á leiki Vestra.

Það voru reglur sem ég braut og ég þarf bara að taka afleiðingunum," sagði Elmar Atli við RÚV þegar dómurinn var kveðinn upp.

Vestri hefur leikið frábærlega í sumar og er í öðru sæti Bestu deildarinnar með 13 stig. Næsti leikur liðsins er heima gegn Stjörnunni á laugardag.
Athugasemdir
banner