Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 10:45
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 3. umferðar - Gabríel aftur maður umferðarinnar
Lengjudeildin
Keflvíkingar tróna á toppnum eftir sigur í Boganum.
Keflvíkingar tróna á toppnum eftir sigur í Boganum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breki Þór Hermannsson.
Breki Þór Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: HK
Keflavík trónir á toppi Lengjudeildarinnar með sex stig eftir þrjár umferðir. Keflvíkingar unnu 4-2 útisigur gegn Þór í Boganum.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Gabríel Aron Sævarsson skoraði tvennu í fyrri hálfleik fyrir norðan. Fyrst var fjallað um að hann hefði gert þrennu en eitt markið er hinsvegar skráð sem sjálfsmark hjá leikmanni Þórs. Engu að síður var þessi nítján ára leikmaður frábær fyrir norðan og er leikmaður umferðarinnar í annað sinn. Hann var líka valinn eftir fyrstu umferðina.



Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar og Ásgeir Páll Magnússon, sem lagði upp tvö mörk fyrir norðan, er í liði umferðarinnar og einnig Sindri Snær Magnússon.

Svavar Örn Þórðarson þótti bestur Njarðvíkinga í 1-1 jafntefli gegn ÍR og Pablo Aguilera Simon var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Fjölnis og Fylkis.

Völsungur vann 2-1 endurkomusigur gegn Selfossi. Ívar Arnbro Þórhallsson varði vítaspyrnu í leiknum og þá er Elvar Baldvinsson einnig í liði umferðarinnar eftir þennan fyrsta sigur Húsvíkinga.

Dagur Ingi Axelsson skoraði sigurmark HK gegn Leikni en Þorsteinn Aron Antonsson var valinn maður leiksins.

Skagamennirnir hjá Grindavík fóru á kostum í 4-2 sigri gegn Þrótti. Breki Þór Hermannsson skoraði tvö mörk og lagði eitt upp og Ármann Ingi Finnbogason fiskaði víti og skoraði mark. Þeir eru báðir á láni frá ÍA.

Fyrri úrvalslið:
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Keflavík 3 2 0 1 7 - 4 +3 6
2.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
3.    Fylkir 3 1 2 0 4 - 2 +2 5
4.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
5.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
6.    Grindavík 3 1 1 1 8 - 7 +1 4
7.    Þór 3 1 1 1 7 - 6 +1 4
8.    Þróttur R. 3 1 1 1 4 - 5 -1 4
9.    Selfoss 3 1 0 2 3 - 5 -2 3
10.    Völsungur 3 1 0 2 3 - 7 -4 3
11.    Fjölnir 3 0 2 1 5 - 7 -2 2
12.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
Athugasemdir
banner
banner
banner