Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rice: Þetta var persónulegt
Mynd: EPA
Arsenal vann Newcastle í dag og með sigrinum tryggði liðið sér 2. sæti í deildinni þriðja árið í röð.

Declan Rice skoraði eina mark leiksins en hann ræddi við Sky Sports eftir leikinn.

„Við lögðum svo hart að okkur í Meistaradeildinni að gengið okkar í úrvalsdeildinni hrakaði.

Liðinu hefur gengið illa gegn Newcastle undanfarið og þeir voru staðráðnir í að snúa því við í dag.

„Newcastle er á góðu skriði og við höfum tapað þremur leikjum í röð gegn þeim. Skilaboð stjórans voru skýr: Gerið þetta persónulegt," sagði Rice.
Athugasemdir
banner