Xabi Alonso náði stórkostlegum árangri með Leverkusen en liðið varð þýsku deildar og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Liðinu tókst ekki að halda í við Bayern á þessari leiktíð og hafnaði í 2. sæti.
Alonso hefur vakið athygli en hann mun yfirgefa félagið í sumar og taka við af Carlo Ancelotti hjá Real Madrid.
Alonso hefur vakið athygli en hann mun yfirgefa félagið í sumar og taka við af Carlo Ancelotti hjá Real Madrid.
Honum tókst ekki að vinna titilinn í ár en það er áhugavert að sjá að liðið tapaði ekki leik á útivelli í deildinni á síðustu tveimur tímabilum. 34 leikir í röð án taps.
Þetta er bæting á meti Bayern sem tapaði ekki í 33 deildarleikjum í röð frá tímabilunum 2011/12 til 2013/14.
Athugasemdir