Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ranieri til stuðningsmanna: Var í ykkar sporum fyrir 60 árum
Mynd: EPA
Claudio Ranieri hefur átt frábært tímabil sem stjóri Roma en liðið var í miklu brasi þegar hann tók við.

Hann tók við liðinu í nóvember en þá var Roma í 12. sæti. Liðið vann Milan í gær og er í 5. sæti fyrir lokaumferðina en fimm efstu liðin fara í Meistaradeildina.

Ranieri gerði samning út tímabilið en hann mun taka við ráðgjafahlutverki hjá félaginu í sumar. Hann sendi stuðningsmönnum skilaboð eftir síðasta heimaleik liðsins í gær.

„Takk allir. Ég var í ykkar sporum fyrir 60 árum upp í stúku. Ég bað ykkur um hjálp og nú þurfum við að taka síðasta skrefið. Ég er svo stoltur af þessum strákum. Við þurfum á ást ykkar að halda, endalausar þakkir," sagði Ranieri sem hóf fótboltaferil sinn hjá Roma.
Athugasemdir
banner
banner