„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   lau 17. maí 2025 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þór/KA lagði Fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Söndru Maríu Jessen sem skoraði tvennu fyrir Þór/KA.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þór/KA

„Mjög góð tilfinning eftir, ef ég leyfi mér að segja, frekar erfiðan fyrri hálfleik. Vorum frekar þungar á okkur og ekki með nógu mikla stjórn á leiknum. Komum, ótrúlegt en satt, ósáttar inn í hálfleik þrátt fyrir að vera 2-1 yfir," sagði Sandra María.

Liðið fékk á sig mark á lokasekúndum fyrri hálfleiksins.

„Þetta var gott spark í rassinn eftir ekki okkar bestu frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta gerði það að verkum að við vildum koma enn ákveðnari inn í seinni hálfleikinn."

Þór/KA er 4. sæti fjórum stigum á eftir toppliðunum Breiðabliki og Þrótti.

„Maður er alltaf í þessu til að berjast um titla. Það er ekkert leyndarmál að auðvitað horfir maður þangað. Við teljum okkur eiga séns á móti öllum liðum í þessari deild og við bíðum spenntar eftir næsta leeik og ætlum okkur þrjú stig þar," sagði Sandra María.
Athugasemdir
banner