Vuk Oskar Dimitrijevic leikmaður Fram var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Vestra 1-0.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 Vestri
„Þetta var mjög sterkur sigur. Þetta var svona 'moments' leikur, þeir voru kannski betri í 15 svo vorum við betri í 15. Á endanum skilaði þessi vítaspyrna, og við vinnum þennan leik."
Þetta var tíðindalítill leikur og það mátti sjá á liðunum að það var einhver þreyta í mönnum.
„Það er 20 stiga hiti og bæði lið að spila fyrir þremur dögum síðan. Sem er náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi. Það er bara eins og það er, ég held að liðin voru bara bæði þreytt og veðrið líka. Þannig við þurftum bara að liggja og verjast."
Fram fór áfram í bikarnum á dögunum en mikið af stærstu liðum landsins eru dottin úr leik.
„Sterkt lið eða ekki, við þurfum bara að vinna hvaða lið sem er, hvort það sé stórt eða lítið. Næsta lið þurfum við bara að vinna."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.