Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   sun 18. maí 2025 17:20
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði fyrir Fram 1-0.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Vestri

„Þetta var óþarfa tap, jafn leikur, þeim tekst að skora og okkur ekki. Við vorum kraftlausir í fyrri hálfleik og byrjuðum leikinn mjög illa. Við vorum að drífa okkur með boltann, vorum bara 'sloppy'. Það vantaði kraft í okkur, vorum langt frá mönnum og vorum ekki að ná að klukka þá í fyrri hálfleik. Við töpuðum návígunum okkar og vorum bara pínu ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Við erum svo allt annað lið hérna í lokin, seinustu 30 fannst mér Vestra liðið vera eins og ég þekki af mínu liði. Fyrir mitt leiti er bara Viktor í markinu hjá Fram bara maður leiksins."

Varnarleikur Vestra hefur verið mjög góður á þessu tímabili þar sem þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sjö leikjunum. Sóknarleikurinn hefur hinsvegar ekki verið jafn beittur, og það þarf mögulega aðeins að laga það.

„Við verðum að nýta færin okkar, eins og í dag fáum við fullt af færum. Við erum að skapa okkur þessi færi og þetta mun á endanum detta . Ég ætla ekki að fara leggja neina dóma á það núna, við erum alltaf hættulegir þegar við erum með boltann. Hvort sem að lið liggja til baka eða hvernig sem það er. Þannig ég hef engar áhyggjur af því, við þurfum bara að vera á okkar degi til þess að geta sýnt það sem við stöndum fyrir. Við vorum það bara ekki sérstaklega í fyrri hálfleik. En eins og ég segi, þeir fá víti og skapa sér lítið sem ekkert af færum, samt fannst mér við ekkert sérstakir varnarlega. Samt skapa þeir sér nánast ekki neitt og minna en við."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner