Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   sun 18. maí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Kvenaboltinn
Skagakonur sóttu stig til Njarðvíkur í gær.
Skagakonur sóttu stig til Njarðvíkur í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík/Njarðvík var við það að landa þremur stigum á heimavelli sínum í Njarðvík þegar Skagamenn náðu að jafna leikinn og tryggja sér með því eitt stig.

Jöfnunarmarkið er ansi umdeilt og erfitt að sjá hvort boltinn hafi farð yfir línuna á marki heimakvenna.

Ísabel Jasmín Almarsdóttir, leikmaður ÍA, átti skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og María Martínez López í marki heimakvenna náði ekki að verja skotið almennilega. Hún missti boltann upp í loftið áður en hún svo náði að koma honum í burtu.

Út frá upptöku er mjög erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið yfir línuna en aðstoðardómarinn, Abdelmajid Zaidy, var viss í sinni sök og veifaði flaggi sínu. Dómari leiksins, Ásgeir Sigurðsson, flautaði þá í flautu sína og benti á miðjuna, mark skorað.

Fyrirliði heimakvenna, Viktoría Sól Sævarsdóttir, fékk að líta gult spjald fyrir mótmæli þar sem heimaliðið var allt annað en sátt við niðurstöðuna.

Atvikið má í spilaranum efst. Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner