Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 18. maí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Kvenaboltinn
Skagakonur sóttu stig til Njarðvíkur í gær.
Skagakonur sóttu stig til Njarðvíkur í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík/Njarðvík var við það að landa þremur stigum á heimavelli sínum í Njarðvík þegar Skagamenn náðu að jafna leikinn og tryggja sér með því eitt stig.

Jöfnunarmarkið er ansi umdeilt og erfitt að sjá hvort boltinn hafi farð yfir línuna á marki heimakvenna.

Ísabel Jasmín Almarsdóttir, leikmaður ÍA, átti skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og María Martínez López í marki heimakvenna náði ekki að verja skotið almennilega. Hún missti boltann upp í loftið áður en hún svo náði að koma honum í burtu.

Út frá upptöku er mjög erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið yfir línuna en aðstoðardómarinn, Abdelmajid Zaidy, var viss í sinni sök og veifaði flaggi sínu. Dómari leiksins, Ásgeir Sigurðsson, flautaði þá í flautu sína og benti á miðjuna, mark skorað.

Fyrirliði heimakvenna, Viktoría Sól Sævarsdóttir, fékk að líta gult spjald fyrir mótmæli þar sem heimaliðið var allt annað en sátt við niðurstöðuna.

Atvikið má í spilaranum efst. Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner