Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Með liðið og stjórann sem við höfum þurfum við að keppast um titla"
Mynd: EPA
Það verður nóg að gera hjá Arsenal í sumar en Josh Kroenke, meðeigandi félagsins, segir að stefnan sé að fjárfesta í leikmönnum til að vinna titla á næstu leiktíð.

Hann var með skilaboð til stuðningsmanna liðsins í leikskýrslunni fyrir leikinn gegn Newcastle í gær.

„Við erum í skýjunum með Andrea (Berta), yfirmann fótboltamála, sem mun hafa mikilvægt hlutverk í þessu. Hann er hluti af sameinuðu og sterku teymi sem stjórnarmenn standa á bakvið og eru skýrir um hvað við þurfum að gera og hvernig við viljum gera það. Á réttan hátt. Arsenal-aðferðin," sagði Kroenke.

„Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við allir það sama. Við erum eins hungraðir í árangur eins og þið."

Declan Rice tjáði sig einnig um sumarið eftir leikinn.

„Vonandi styrkjum við okkur í sumar, kaupum fleiri leikmenn því við munum líklega missa nokkra. Með liðið sem við höfum og stjórann þurfum við að keppast um titla. Við mætum aftur á næsta ári," sagði Rice.
Athugasemdir
banner
banner
banner