Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 10:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson opinberar hvað hann sagði við Guardiola
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: EPA
Dean Henderson, markvörður Crystal Palace, hefur opinberað það hvað fór fram á milli hans og Pep Guardiola, stjóra Manchester City, eftir úrslitaleik FA-bikarsins á laugardag.

Palace fór með sigur af hólmi gegn City í úrslitaleiknum, 1-0, og vann félagið þar sinn fyrsta stóra titil í sögunni.

Guardiola var eitthvað pirraður eftir leik og myndaðist smá rifrildi á milli hans og Henderson. Markvörðurinn, sem var frábær í leiknum, fór í viðtal og opinberaði þar hvað gerðist.

„Ég fór bara að taka í höndina á honum en ég held að hann hafi verið pirraður á því að við vorum að tefja. Ég sagði við hann að hann hefði fengið tíu mínútur í uppbótartíma," sagði Henderson eftir leikinn.

Henderson hefur verið í miklu stuði eftir leikinn en hann fór á kostum í fagnaðarlátum Palace eins og sjá má hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner