Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso vill að Modric verði áfram hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Xabi Alonso hefur sett þá kröfu að hinn 39 ára gamli Luka Modric verði áfram hjá Real Madrid á næstu leiktíð.

Marca greinir frá þessu en Modric er að klára sitt þrettánda tímabil með liðinu en hlutverk hans hefur minnkað ansi miikið undanfarið.

Alonso tekur við liðinu í sumar en Carlo Ancelotti er að fara taka við brasilíska landsliðinu.

Modric hefur komið við sögu í 55 leikjum á þessu tímabili í öllum keppnum en oftar en ekki sem varamaður.
Athugasemdir
banner
banner