Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fengum ekkert hrós en erum meistarar"
Mynd: EPA
Barcelona vann þrennuna á Spáni í ár, ofurbikarinn, deildina og bikarinn.

Liðið komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en Ronald Araujo, varnarmaður liðsins er staðráðinn í að færa stuðningsmönnum liðsins þann stóra.

„Stuðningsfólkið var hérna í gegnum erfiða tíma og þeir eiga skilið að vera hérna í gegnum góða tíma. Það eina sem vantar er Meistaradeildin, sem stuðningsfólkið á skilið, en það er á leiðinni," sagði Araujo.

„Við áttum frábært tímabil, miklar fórnir. Liðið á þetta skilið og stuðningsmenn. Við fengum ekkert hrós í byrjun tímabilsins en erum núna meistarar. Það urðu miklar breytingar hjá félaginu.. Við erum með frábært starfsfólk. Stórkostleg sjúkraþjálfun, líkamlegur undibúningur og leikmennirnir eru hæfileikaríkir."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 36 27 4 5 97 36 +61 85
2 Real Madrid 36 24 6 6 74 38 +36 78
3 Atletico Madrid 36 20 10 6 60 29 +31 70
4 Athletic 36 18 13 5 53 26 +27 67
5 Villarreal 36 18 10 8 64 47 +17 64
6 Betis 36 16 11 9 55 45 +10 59
7 Celta 36 15 7 14 56 54 +2 52
8 Osasuna 36 11 15 10 45 51 -6 48
9 Vallecano 36 12 12 12 39 44 -5 48
10 Mallorca 36 13 8 15 34 42 -8 47
11 Valencia 36 11 12 13 43 52 -9 45
12 Real Sociedad 36 12 7 17 32 42 -10 43
13 Sevilla 36 10 11 15 40 49 -9 41
14 Girona 36 11 8 17 42 53 -11 41
15 Getafe 36 10 9 17 31 36 -5 39
16 Espanyol 36 10 9 17 38 49 -11 39
17 Alaves 36 9 11 16 36 47 -11 38
18 Leganes 36 7 13 16 35 56 -21 34
19 Las Palmas 36 8 8 20 40 58 -18 32
20 Valladolid 36 4 4 28 26 86 -60 16
Athugasemdir
banner