Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mán 19. maí 2025 21:51
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel. Við vorum með yfirhöndina frá sjöttu mínútu eitthvað svoleiðis. Tvær sóknir að telja þá í pressunni og fornarkostnaðurinn var eitt mark í byrjun en eftir það fannst mér við bara hrikalega góðir." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 2-1 sigurinn á Val á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Við vorum varnarlega mjög öflugir, stigum hátt á þá og þvinguðum þá í langa bolta sem við réðum heilt yfir vel við en auðvitað dettur einn og einn seinni bolti inn fyrir þá og þeir eru náttúrulega stórhættulegir þá, gríðarleg einstaklingsgæði en mér fnnst við vera með góða stjórn á þessu"

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir snemma leiks. Hefðu Blikar geta komið í veg fyrir þetta? 

„Við pressuðum þá þannig að Valgeir (Valgeirsson) ætlaði að fara upp á bakvörð sem var svosem ekki þörf á, þeir dúndra boltanum upp í sólina og við missum hann yfir okkur og það er bara eins og það er og já klárlega hefðum við geta komið í veg fyrir þetta."

Ásgeir Helgi Orrason átti frábæran leik í kvöld og var með danska framherjan Patrick Pedersen nánast í vasanum allan leikinn í kvöld.

„Hann var gjörsamlega frábær, tvítugur í dag og þeir báðir hann og Viktor Örn voru bara frábærir og auðvitað fleiri."

Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðablik í kvöld en hann er ekki vanur að skora mörk. 

„Nei nei. Hann laumar inn einu og einu á hverju sumri og í dag var það gríðarlega mikilvægt. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná inn þessu marki á þeim kafla þegar við vorum bara búnir að pinna þá inn í eigin vítateig í lengri tíma og við vissum að það yrði ekki þannig allan leikinn og það var gríðarlega mikilvægt að ná inn þessu marki."

Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner