Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur innsiglaði sigurinn gegn stjörnum prýddu liði Inter Miami
Mynd: Orlando City
Dagur Dan Þórhallsson var á skotskónum þegar Orlando City heimsótti Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.

Dagur Dan byrjaði á bekknum hjá Orlando en í byrjunarliði Inter voru m.a. Lionel Messi, Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba.

Dagur kom inn á 70. mínútu og innsiglaði 3-0 sigur liðsins með marki af stuttu færi í uppbótatíma.

Orlando fór upp fyrir Miami í 5. sæti Austurdeildarinnar. Liðið er með 24 stig eftir 14 umferðir en Miami er með 22 stig í 6. sæti og á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner