Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   sun 18. maí 2025 22:32
Sölvi Haraldsson
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Magnús Már.
Magnús Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ótrúlega skemmtielgt kvöld. Frábær mæting og geggjaður andi í stúkunni sem hjálpaði okkur klárlega í seinni hálfleiknum. Við vorum ekki með fyrstu 20 mínúturnar í leiknum, KR byrjaði mjög sterkt. Það er mesta hrósið til strákanna að hafa snúið þessu. 2-0 eftir 20 mínútur, einhver lið hefðu gefist upp en það var ekki í dæminu hjá okkur.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-3 sigur á KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Vallarmetið féll í dag en það voru margir sem mættu á leikinn.

„Ég vissi það ekki en frábært. Ég bjóst við því að vallarmetið myndi falla í dag. Frábær upphitun í Hlégarði þar sem Steindi og Dóri sungu nýja lagið sem hlýtur að fara í spilun, það er gott.“

Það var góð stemning og umgjörð í Mosfellsbænum í kvöld og Maggi ýtir undir það.

„Við viljum standa fyrir það að það er gaman að koma á völlinn hérna. Það var enginn svikinn að mæta hérna í kvöld. Skemmtilegur fótboltaleikur og mikil stemning.“

Gerði Magnús ráð fyrir því að þurfa skora fjögur mörk til að vinna KR í kvöld?

„Já það lá augum uppi. Við höfum verið mjög þéttir hérna heima og ekki fengið mark á okkur en þeir eru frábærir sóknarlega. En á sama skapi voru opnanir sem við gátum nýtt okkur á móti. Ég gat allt eins búist við því að þetta yrði markaleikur.“

Hvernig metur Maggi byrjunina á mótinu?

„Hún hefur verið fín. Þegar allir on it og að gera réttu hlutina getum við spilað vel og náð í góð úrslit. En þegar við gefum smá eftir er stutt í tapleikina. Við þurfum að vera einbeittir. Við viljum meira og við þurfum að halda áfram, það er klárt.“

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner