Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 11:55
Elvar Geir Magnússon
Sjö sem eiga ekki landsleik í skoska hópnum sem mætir Íslandi
Icelandair
Scott McTominay er í hópnum.
Scott McTominay er í hópnum.
Mynd: EPA
Steve Clarke.
Steve Clarke.
Mynd: EPA
Ísland mætir Skotlandi í vináttulandsleik á Hampden Park föstudaginn 6. júní.

Það eru sjö leikmenn í skoska landsliðshópnum sem eiga ekki landsleik á ferilskrá sinni en liðið mun einnig leika vináttuleik gegn Liechtenstein í komandi glugga.

Einn af þeim hefur ekki verið valinn í A-landsliðshópinn áður en það er Kieron Bowie, sóknarmaður Hibernian.

Meðal þekktra nafna í hópnum eru Kieran Tierney, Andy Robertson, Scott McTominay og John McGinn.

Ísland hefur tapað öllum sex viðureignum sínum gegn Skotlandi en síðustu þrír leikir milli þjóðanna hafa endað 2-1 fyrir Skotum.

Skoski hópurinn:

Markverðir: Gunn, Robby McCrorie (Kilmarnock), Slicker (Ipswich Town)

Varnarmenn: Doig (US Sassuolo Calcio), Hanley (Birmingham City), Hendry (Al-Etiffaq), Johnston (SK Sturm Graz), Scott McKenna (UD Las Palmas), Patterson (Everton), Ralston (Celtic), Robertson (Liverpool), Souttar (Rangers), Tierney (Arsenal)

Miðjumenn: Barron (Rangers), Ferguson (Bologna), Gilmour (Napoli), Irving (West Ham United), McGinn (Aston Villa), McTominay (Napoli), Miller (Motherwell)

Sóknarmenn: Adams (Torino), Bowie (Hibernian), Conway (Middlesbrough), Wilson (Heart of Midlothian), Hirst (Ipswich Town)
Athugasemdir
banner