Daði Berg Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar en hann er á láni hjá Vestra frá Víkingum.
Þessi 18 ára gamli miðjumaður var frábær í síðustu viku þegar Vestri fór með sigur af hólmi gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum.
Þessi 18 ára gamli miðjumaður var frábær í síðustu viku þegar Vestri fór með sigur af hólmi gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum.
Eftir leikinn fór hann í viðtal á RÚV þar sem erfitt var að sjá að hann væri bara 18 ára gamall.
„Ég horfi ekki á hann sem 18 ára leikmann, ég horfi á hann sem svona þrítugan reynslubolta," sagði Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum Fótbolta.net.
„Ekki bara fótboltalega séð, þetta viðtal við hann í bikarmörkunum á RÚV eftir þennan leik, ég hef séð menn sem eru í alvöru þrítugir og vandræðalegri en hann," sagði Tómas Þór Þórðarson.
Mun Víkingur kalla hann til baka?
Því var velt upp í þættinum hvort að Víkingur gæti kallað Daða til baka þegar líður á sumarið.
„Að mínu mati er Daði Berg einn af betri miðjumönnum deildarinnar í dag," sagði Valur. „Er Víkingur ekki að fara að kalla hann til baka?"
„Ég held ekki. Það fer náttúrulega svolítið eftir því hvernig glugginn mun munstrast upp, hvort menn séu sáttir með liðið. Það er ótrúleg ánægja með það sem hann er að gera og ég held að það sé miklu verðmætara að horfa til lengri tíma en bara seinni hluti sumars," sagði Tómas.
„Ég vona innilega að hann verði ekki kallaður til baka en ég myndi skilja ef Víkingur hugsar um að gera það," sagði Valur.
„Ég held að vonin sé sú að hann taki heilt ár þarna og svo verði hann byrjunarliðsmaður hjá Víkingi á næsta tímabili," sagði Tómas en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir