Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Það er það sem Kevin vill
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, lofar því ekki að Kevin de Bruyne muni byrja sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City.

De Bruyne verður samningslaus í sumar og mun þá yfirgefa City. Hann kveður félagið sem goðsögn eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna þarna.

Síðasti heimaleikur City á tímabilinu er gegn Bournemouth á morgun en Guardiola getur ekki lofað því að Belginn muni byrja leikinn og fá þannig að kveðja stuðningsmenn City.

„Það sem Kevin vill er að við vinnum leikinn og komumst í Meistaradeildina," sagði Guardiola.

„Ég mun velja besta liðið svo við eigum sem stærstan möguleika á því að vinna."
Athugasemdir
banner
banner