Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Breiðablik á toppinn - FH vann á Skaganum
Blikar á toppinn
Blikar á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kárii
Kjartan Kárii
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír síðustu leikirnir í sjöundu umferð Bestu deildarinnar fóru fram í kvöld.

Breiðablik er komið á toppinn eftir sigur á Val á Kópavogsvelli. Þetta byrjaði hins vegar betur fyrir gestina þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir strax í upphafi leiks eftir langa sendingu fram völlinn frá Frederik Schram.

Andri Rafn Yeoman jafnaði metin þegar hann setti boltann á milli fóta Frederik Schram úr þröngu færi.

Það var svo Óli Valur Ómarsson sem tryggði Blikum sigurinn þegar hann skoraði með skoti úr teignum.

Daníel Hafsteinsson kom Víkingum yfir gegn Stjörnunni með glæsilegu marki eftir hálftíma leik. Emil Atlason jafnaði metin þegar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Aðeins fiimm mínútum síðar kom Örvar Eggertsson Stjörnumönnum yfir þegar hann skallaði boltann í netið.

Þessu var ekki lokið því Nikolaj Hansen jafnaði metin þegar hann kom boltanum í netið eftir að Örvar hafði náð að bjarga á línu. 2-2 urðu lokatölur og Víkingur missti toppsætið til Blika.

Það var botnslagur þegar ÍA fékk FH í heimsókn. Kjartan Kári kom FH yfir þegar hann fylgdi á eftir skoti frá Sigurði Bjarti sem fór í stöngina.

Viktor Jónsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en Kjartan Kári skoraði stórkostlegt mark til að koma FH aftur yfir. Það var síðan Tómas Orri Róbertsson sem innsiglaði sigur FH sem varð til þess að liðið fer upp fyrir Skagamenn í 10. sæti deildarinnar.

Stjarnan 2 - 2 Víkingur R.
0-1 Daníel Hafsteinsson ('30 )
1-1 Emil Atlason ('70 )
2-1 Örvar Eggertsson ('75 )
2-2 Nikolaj Andreas Hansen ('82 )
Lestu um leikinn

ÍA 1 - 3 FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('16 )
1-1 Viktor Jónsson ('49 )
1-2 Kjartan Kári Halldórsson ('78 )
1-3 Tómas Orri Róbertsson ('81 )
Lestu um leikinn

Breiðablik 2 - 1 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('2 )
1-1 Andri Rafn Yeoman ('30 )
2-1 Óli Valur Ómarsson ('66 )
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 7 5 1 1 13 - 9 +4 16
2.    Víkingur R. 7 4 2 1 15 - 7 +8 14
3.    Vestri 7 4 1 2 8 - 3 +5 13
4.    KR 7 2 4 1 22 - 15 +7 10
5.    Stjarnan 7 3 1 3 11 - 12 -1 10
6.    Afturelding 7 3 1 3 8 - 10 -2 10
7.    Valur 7 2 3 2 15 - 12 +3 9
8.    Fram 7 3 0 4 11 - 11 0 9
9.    ÍBV 7 2 2 3 7 - 11 -4 8
10.    FH 7 2 1 4 12 - 12 0 7
11.    ÍA 7 2 0 5 7 - 18 -11 6
12.    KA 7 1 2 4 6 - 15 -9 5
Athugasemdir
banner