Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, hefur mælt með því við spænska stórveldið að það kaupi landa sinn, Angelo Stiller.
Stiller er miðjumaður sem hefur einmitt verið líkt við Kroos.
Stiller er miðjumaður sem hefur einmitt verið líkt við Kroos.
Stiller er 24 ára gamall og hefur leikið með Stuttgart frá 2023 en þar áður var hann hjá Hoffenheim. Hann er uppalinn í Bayern München en komst ekki í gegn þar.
Stiller hefur slegið í gegn hjá Stuttgart og á að baki fjóra landsleiki fyrir Þýskaland.
Það eru stór félög að horfa til hans í sumar og þar á meðal eru Bayern og Liverpool, en Kroos hefur lagt það til að Real Madrid kaupi hann.
Þetta herma heimildir Sky Sports en Stiller er leikmaður sem er á lista hjá Real Madrid og spurning hvað gerist.
????| Toni Kroos a RECOMMANDÉ Angelo Stiller au Real Madrid. Il est une PRIORITÉ pour renforcer le milieu de terrain. @SkySport ??? pic.twitter.com/OW54KuAAV9
— RMadrid actu ???????? (@RMadrid_actu) May 16, 2025
Athugasemdir