Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Alli Jói: Það getur örugglega verið margt til í því
„Sérstakt að það væri í lagi að hann fái höfuðhögg en ekki í hina áttina"
„Kærkomið að snúa þessu við og sýna stuðningsmönnum okkar að við erum á réttu róli"
Siggi talar um líkamsárás: Erum að slá heimsmet í meiðslum
Hemmi Hreiðars: Við erum með leikinn í höndum okkar
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Sverrir Ingi: Meistaradeildin, komast á HM og grískt brúðkaup á dagskrá
   sun 18. maí 2025 10:10
Sverrir Örn Einarsson
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Einfaldasta skýringin er fjögur mörk gegn einu og því fór sem fór..“ Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH um hvort hann hefði einhverja skýringu á 4-1 tapi FH gegn liði Þróttar í sannkölluðum toppslag liðanna í Bestu deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 FH

Það bjó þó meira að baki og Guðni svaraði því til hvers vegna leikurinn fór jafn illa fyrir lið FH og raun bar vitni.

„Við fáum á okkur tvö mörk snemma leiks og lendum í raun 2-0 undir þegar við förum að hefja leikinn. Alls ekki gott og við þurfum að skoða hvað gekk á þar, Við komum svo sterkt inn í leikinn í stöðunni 2-0 og fannst við taka yfir leikinn þá. Skoruðum gott mark og komum okkur í 2-1 og áttum þá að herja enn frekar á lið Þróttar og koma inn jöfnunarmarki. Í staðinn skora þær 3-1 eitthvað trúðamark en öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk. “

Undir lok fyrri hálfleiks varð FH fyrir áfalli þegar fyrirliði liðsins Arna Eiríksdóttir þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Arna virtist mjög þjáð þegar hún yfirgaf völlinn og gat ekki beitt fætinum fyrir sig og þurfti að styðja hana af velli. Vissi Guðni stöðuna á henni?

„Ég veit ekki hver staðan á henni er, þetta eru hnémeiðsli. Það virðist vera einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins í sumar. Þetta er þriðji leikmaðurinn sem er að fara í hnémeiðsli og það er erfitt að við þurfum alltaf að vera eiga við svoleiðis óhöpp. Mjög slæmt ef við erum að fara missa hana í langan tíma því hún hefur svo sannarlega bundið saman vörn FH liðsins það sem af er sumri.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir