Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 20:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Delap í viðræðum við Man Utd - Mikill áhugi
Mynd: EPA
Liam Delap er í viðræðum við Man Utd samkvæmt heimildum The Athletic.

Ipswich gaf sóknarmanninum leyfi til að ferðast til Manchester til að fara yfir málin með stjórnarmönnum United.

Man Utd er í samkeppni við nokkur lið, m.a. Chelsea, en Delap mun ræða við öll félögin áður en hann mun taka endanlega ákvörðun.

30 milljón punda riftunarverð var virkjað í samningi hans eftir að Ipswich féll úr úrvalsdeildinni. Hann skoraði 12 mörk á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en það dugði ekki til að halda liðinu uppi.
Athugasemdir
banner