Liam Delap er í viðræðum við Man Utd samkvæmt heimildum The Athletic.
Ipswich gaf sóknarmanninum leyfi til að ferðast til Manchester til að fara yfir málin með stjórnarmönnum United.
Ipswich gaf sóknarmanninum leyfi til að ferðast til Manchester til að fara yfir málin með stjórnarmönnum United.
Man Utd er í samkeppni við nokkur lið, m.a. Chelsea, en Delap mun ræða við öll félögin áður en hann mun taka endanlega ákvörðun.
30 milljón punda riftunarverð var virkjað í samningi hans eftir að Ipswich féll úr úrvalsdeildinni. Hann skoraði 12 mörk á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en það dugði ekki til að halda liðinu uppi.
Athugasemdir