Óþarfa rugl

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var alls ekki sáttur með Guðna Pál Kristjánsson dómara í leik liðsins gegn Fram í Bestu deildinni í gær.
Hann var ekki sáttur með það að Alda Ólafsdóttir hafi aðeins fengið gult spjald fyrir brot á Henríettu Ágústsdóttur sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Hann var ekki sáttur með það að Alda Ólafsdóttir hafi aðeins fengið gult spjald fyrir brot á Henríettu Ágústsdóttur sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 3 Þór/KA
„Það er ekki góð staða á henni. Pirringsbrot sem er algjör óþarfi. Mér finnst þetta lélegt, það á að taka á þessu. Það á að vernda leikmenn, við fáum tvisvar svona óþarfa rugl og erum stálheppin að fara ekki enn verr út úr þessu. Þetta lítur ekkert spes út fyrir hana en við vonum það besta og búumst við því versta," sagði Jóhann Kristinn í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Hann ræddi einnig atvikið við Vísi.
„Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út,“ sagði Jóhann Kristinn í samtali við Vísi.
Athugasemdir