Eftir rúman klukkutíma hefst leikur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í Bestu deild karla. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Valur
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fjbreytingar á liðinu sínu frá 2-1 tapinu gegn Vestra í Mjólkurbikarnum á dögunum. Anton Ari Einarsson, Óli Valur Ómarsson, Andri Rafn Yeoman og Ásgeir Helgi Orrason koma inn í liðið fyrir þá Brynjar Atla Bragason, Daniel Obbekjær, Arnór Gauta Jónsson og Ágúst Orra Þorsteinsson.
Alls eru gerðar tvær breytingar á Valsliðinu frá 2-1 sigrinum gegn Þrótti í Mjólkurbikarnum í seinustu viku. Orri Hrafn Kjartansson og Andi Hoti detta úr liðinu fyrir þá Markus Lund Nakkim og Aron Jóhannsson.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson
4. Ásgeir Helgi Orrason
8. Viktor Karl Einarsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Marius Lundemo
Athugasemdir