sun 17. júlí 2022 16:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Kom frábær orka með skiptingunum - „Fáum alveg tvær tuskur í andlitið"
Icelandair
Ási Haralds
Ási Haralds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færið hjá Alexöndru
Færið hjá Alexöndru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var við aðstoðarþjálfara landsliðins, Ásmund Haraldsson, fyrir æfingu landsliðsins á föstudag. Hann var spurður út í skiptingar, hvernig er samtal ykkar þjálfaranna á meðan leik stendur varðandi skiptingar?

Sjá einnig:
„Næstum því búið að heppnast"

Lestu um leikinn: Ítalía 1 -  1 Ísland

„Við reynum að sjá eitthvað fyrir og það byggir mest á framlagi leikmanni inná vellinum - hvað getur leikmaðurinn áorkað miklu líkamlega inná vellinum? Það er eitthvað sem við reynum að sjá fyrir, reynum að sjá eitthvað fyrir ef staðan er þessi eða þessi," sagði Ási.

„Síðan er þetta oft tilfinning á vellinum, þegar við sjáum að það liggur aðeins á okkur, tímapunktur í leiknum þar sem við erum að verjast en kannski sjáum við ekkert endilega hvað skiptingarnar gera fyrir okkur þegar þær koma."

„Við fengum frábæra orku í báðum leikjunum þegar við gerum skiptingarnar. Það er alltaf þessi tilfinning: 'Er ástæða til þess að skipta? Er eitthvað að gerast í leiknum sem verður til þess að við þurfum að skipta?'"

„Við gerðum skiptingar gegn Ítalíu, við fengum frábæra orku í leikinn og við fáum færi á síðasta þriðjungi. Framlagið eykst til muna í báðum leikjunum á síðasta þriðjungi síðustu fimmtán mínútur leikjanna. Skiptingarnar hjálpa okkur, leikmenn eru tilbúnir og verða að vera tilbúnir til að þess að koma inná í hvaða hlutverk sem er þegar kallið kemur."


Erum sekúndubroti frá því að sjá boltann inni
Alexandra Jóhannsdóttir var í dauðafæri skömmu áður en Ítalía jafnaði leikinn.

„Við erum bara sekúndubroti frá því að sjá hann inni og komast í þessa stöðu (0-2) en í staðinn verður 1-1. En hrós á mannskapinn, stelpurnar, að halda haus. Maður hefur alveg séð það í þessu móti að lið bara hrynja við eitthvað bakslag. Þetta er mjög stórt atriði, fáum alveg tvær tuskur í andlitið en þær standast pressuna, þrýstingin, halda sér inni í leiknum og við fáum síðan í lokin tækifæri til að taka sigurinn," sagði Ási.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Fyrir lokaumferðina í riðlinum er Ísland með tvö stig í öðru sæti riðilsins. Í lokaleiknum mætir liðið Frakklandi sem hefur þegar tryggt sér sigurinn í riðlinum.

Sjá einnig:
Ísland gæti farið áfram á prúðmennskunni - „Skrítnari hlutir hafa gerst"
Segir heilmargt um þetta lið - „Við erum náttúrulega bara Ísland"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner