Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, og Hlynur Valsson, lýsandi á Síminn Sport, eru gestir í fyrstu útgáfu tímabilsins af hlaðvarpinu Enski boltinn á Fótbolta.net.
Fyrsta umferð deildarinnar var leikin um liðna helgi. Umferðin var vægast sagt skemmtileg og algjörlega frábært að uppáhalds deild flestra Íslendinga sé hafin.
Meðal efnis: Fantasy, stemningin í Brentford, Ben White slakur, Pogba og Bruno með sýningu, sungið um Rashford og Sancho, Chelsea sannfærandi, Lukaku mætir í næsta leik, Brighton vann en tapaði í xG, Jóhann Berg, Grealish-laust Aston Villa, Liverpool leit vel út, spilaði gegn Van Dijk, skemmtilegasti leikurinn í Newcastle, Nuno flottur, Harry Kane, sigurvegari og tapari helgarinnar.
Þetta er fyrsti þáttur af mörgum á þessu athyglisverða tímabili sem er núna hafið.
Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir