Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. september 2020 09:03
Magnús Már Einarsson
Gylfi seldur frá Everton?
Powerade
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Klopp vill fá einn eða tvo nýja leikmenn.
Klopp vill fá einn eða tvo nýja leikmenn.
Mynd: Getty Images
Tveir Íslendingar koma við sögu í slúðurpakka dagsins!



Dele Alli (24), miðjumaður Tottenham, er ekki í leikmannahópi liðsins gegn Lokomotiv Plovdiv í Evrópudeildinni en hann gæti verið seldur til að Spurs geti fengið Gareth Bale frá Real Madrid. (Mail)

Sergio Reguilon (23), vinstri bakvörður Real Madrid, er mættur til Englands til að fara í læknisskoðun hjá Tottenham. Reguilon er á leið til Tottenham á 25 milljónir punda. (Evening Standard)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, vill fá Fikyao Tomori (22) varnarmann Chelsea. Hann gæti líka selt Gylfa Þór Sigurðsson (31) og Fabian Delph (30). (Times)

Manchester City er tilbúið að bjóða í Jose Gimenez (25) varnarmann Atletico Madrid ef Napoli lækkar ekki verðmiðann á Kalidou Koulibaly (29). (Guardian)

Thomas Partey (27) miðjumaður Atletico Madrid er á óskalista Arsenal en hann verður bara seldur ef félagið borgar 45 milljóna punda riftunarverð í samningi hans. (Football.London)

Manchester United er að skoða kantmanninn Amad Traore (18) hjá Atalanta. (Manchester Evening News)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill fá einn eða tvo leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar 5. október. (The Athletc)

Danny Rose (30) vinstri bakvörður Tottenham er á leið til Genoa. (Mirror)

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir að félagið ætli ekki að fá varnarmanninn Erik Garcia (19) frá Manchester City. (Manchester Evening News)

Arsenal vonast til að kaupa Rúnar Alex Rúnarsson (25) markvörð Dijon á 1,5 milljón punda. (Evening Standard)

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, segir ekki rétt að Memphis Depay (26) sé á leið til Barcelona. (Evening Standard)

David Brooks verður væntanlega áfram hjá Bournemouth en ekkert félag vill borga 50 milljóna punda verðmiðann á honum. (Sun)

RB Leipzig hefur hótað að lögsækja Leeds fyrir að kaupa ekki franska framherjann Jean-Kevin Augustin (23). Augustin var á láni hjá Leeds á síðasta tímabili og Leipzig segir að klásúla hafi verið um að enska félagið myndi kaupa hann á 17,7 milljónir punda ef sæti í ensku úrvalsdeildinni yrði tryggt. (Independent)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur fengið grænt ljós á að mæta á leiki í ensku úrvalsdeildinni á ný en hann fékk ekki að mæta á leiki undir lok síðasta tímabils vegna kórónuveirunnar. (Mail)

Newcastle er með franska miðjumanninn Florent Indalecio (23) á reynslu. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner