Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 18:22
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið HK og Þróttar: Liam Daði byrjar á bekknum
Lengjudeildin
Liam Daði byrjar á bekknum í kvöld
Liam Daði byrjar á bekknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK tekur á móti Þrótti Reykjavík í  fyrri leik liðanna í umspili Lengjudeildarinnar um sæti í Bestu deildinni. Þetta eru liðin sem enduðu í þriðja og fjórða sæti í Lengjudeildinni í sumar. Helgi Mikael Jónasson flautar til leiks í Kórnum klukkan 19:15.

HK endaði deildina í fjórða sæti á meðan Þróttur endaði í því þriðja. HK silgdi nokkuð örugglega inn í umspilið á meðan Þróttarar voru í færi á að fara beint upp en liðið tapaði á móti Þór í hreinum úrslitaleik um beinan farseðil í Bestu deildina að ári. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  0 Þróttur R.

Hermann Hreiðarsson þjálfari HK gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Völsung í lokaumferð deildarinnar. Brynjar Snær Pálsson er í leikbanni í kvöld og Aron Kristófer Lárusson kemur inn í hans stað. 

Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar gerir þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Þór. Kolbeinn Nói Guðbergsson, Viktor Steinarsson og Viktor Andri Hafþórsson koma allir inn í liðin. Liam Daði Jeffs byrjar á bekknum hjá Þrótti í kvöld. Kári Kristjánsson og Njörður Þórhallsson eru báðir í leikbanni og þá er Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson einnig í leikbanni í kvöld. 


Byrjunarlið HK:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Þorsteinn Aron Antonsson
7. Dagur Ingi Axelsson
15. Haukur Leifur Eiríksson
16. Eiður Atli Rúnarsson
21. Ívar Örn Jónsson (f)
24. Magnús Arnar Pétursson
28. Tumi Þorvarsson
71. Þorvaldur Smári Jónsson
88. Bart Kooistra

Byrjunarlið Þróttur R.:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson
7. Hrafn Tómasson
8. Baldur Hannes Stefánsson (f)
10. Viktor Andri Hafþórsson
20. Viktor Steinarsson
21. Brynjar Gautur Harðarson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
33. Unnar Steinn Ingvarsson
Athugasemdir