Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Maresca: Það drap leikinn
Mynd: EPA
„Heildarframmistaðan var nokkuð góð. Við byrjuðum fyrstu 20 mínúturnar vel og sköpuðum okkur tvö eða þrjú færi, en þegar við fengum á okkur mark, sem við hefðum vel getað komið í veg fyrir, þá breyttist leikurinn,“ sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, eftir 3-1 tapið gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Chelsea-liðið spilaði ágætlega á köflum í leiknum, en sjálfsmark og slæm mistök urðu þeim að falli.

Trevoh Chalobah stýrði boltanum í eigið net eftir fyrirgjöf Michael Olise á 20. mínútu og þá gerði Malo Gusto afdrifarík mistök í þriðja markinu sem Chelsea fékk á sig.

Jonathan Tah fékk þá aðeins að líta gula spjaldið fyrir að kýla Joao Pedro í hálsinn og segir Maresca að það hafi verið erfitt að sætta sig við þá ákvörðun.

„Við vorum inn í leiknum og skoruðum mark. Ákvörðunin (að reka ekki Jonathan Tah af velli) var erfið því þetta var meira rautt heldur en gult. Samt byrjuðum við seinni hálfleikinn mjög vel og sköpuðum færi.“

„Síðan þegar við fáum þriðja markið á okkur og aftur breyttist leikurinn. Það drap leikinn. Við vorum inn í honum alveg fram að síðustu mínútu, en það verður erfitt með vítaspyrnunni, rauða spjaldinu sem var aldrei gefið og sjálfsmarkinu.“

„Við getum lært af þessum leik. Allir svona leikir verða að vera spilaðir á réttan hátt í 95 mínútur, ekki bara hluta af leiknum. Á köflum vorum við bara ekki nógu góðir.“

„Frammistaðan var góð en núna er kominn tími á að jafna sig því við eigum erfiðan leik eftir tvo daga,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner