
„Þetta var svekkjandi, ég meina ef við horfum á leikinn þá lögðum við þetta bara upp með að læsa á þeirra styrkleika og mér fannst það virka ágætlega en þetta var karaktersleikur hjá okkur sérstaklega. Við komum til baka úr 2-0 stöðu og komumst yfir 3-2 á tíma þannig maður er auðvitað svekktur en það er einn leikur eftir." sagði Liam Daði Jeffs eftir 4-3 tapið gegn HK í ótrúlegum fótboltaleik í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrri leikur leikur liðanna í þessu umspili um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026.
Lestu um leikinn: HK 4 - 3 Þróttur R.
„Bæði lið voru kannski of passív kannski en ég held að bæði lið hafi bara verið að reyna að aðlagast leiknum hægt og rólega."
Þróttur lendir 2-0 undir en liðið sýndi frábæran karakter og kom til baka með þremur mörkum á einhverjum tíu mínútna kafla.
„Við erum með helvíti góðan hóp og menn eru alltaf klárir sama hvað er mikið eftir. Þetta er eins og þegar við lentum undir á móti Þór Akureyri fyrr á tímabilinu og komum til baka úr 1-0 undir á einhverjum sjö mínútum þannig við getum þetta alveg"
Þróttur Reykjavík tapaði hreinum úrslitaleik á laugardaginn um beinan farseðil upp í Bestu deild karla. Hvernig var að gíra sig upp í leikinn í kvöld?
„Þórsleikurinn er bara búin. Markmiðið okkar var alltaf að reyna komast upp sama hvort það er í þessu umspili eða í úrslitaleiknum um daginn en menn voru auðvitað svekktir en gíruðum okkur bara vel upp. Við hittumst eftir leikinn og spjölluðum bara saman og losuðum þetta saman."
Seinni leikur liðanna fer fram á sunnudaginn næstkomandi en þá verður leikið á Avisvellinum í Laugardal.
„Við stefnum bara á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið."
Athugasemdir