Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 17. september 2025 23:03
Anton Freyr Jónsson
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Maður þarf aðeins að jafna sig á þessu, kom þarna gusa í seinni hálfleik. „Staðan var 0-0 í hálfleik en svo byrjar einhverneigin allt að leka." sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar eftir 4-3 tap gegn HK í Kórnum í ótrúlegum fótboltaleik.  Þetta var fyrri leikur leikur liðanna í þessu umspili um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026. 


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Þróttur R.

Staðan var 0-0 í hálfleik og það var ekkert sem benti til þess að skoruð yrðu sjö mörk í síðari hálfleiknum í kvöld þegar flautað var til hálfleiks.

„Við í rauninni búum til öll þessi mörk þannig fínt dagsverk hjá okkur að búa til sjö mörk."

„Það er kannski mest svekkelsið er að ná ekki að sigla því síðan bara heim því mér fannst bara ganga ljómandi vel í að loka á sóknir HK þrátt fyrir að markatalan hafi verið eins og hún var en hún orsakast fyrst og fremst að klaufaskap okkar og mistökum sem eru sjaldséð og ég vona bara að við séum búnir að tæma þau."

Þróttur var ánægður með þá leikmenn sem komu inn en þrír af lykilmönnum liðsins voru í leikbanni í kvöld. 

„Mér fannst menn standa sig frábærlega fyrir utan að hafa gert þessi mistök en það er ætlaði enginn að gera þetta þannig ég get ekki farið og sparkað í ruslatunnur eða urða yfir menn því ég veit alveg tilhvers þeir komu hingað og það var bara óhepplilegt að á lykilmómentum stóðum við okkur ekki nógu vel en heilt yfir var ég gríðarlega sáttur með leik minna manna."

Seinni leikurinn fer fram á Avisvellinum í Laugardal á sunnudaginn næstkomandi og þá ræðst hvort þessara liða fer á Laugardalsvöll í hreinan úrslitaleik um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026.

„Það er bara hálfleikur núna og núna ráðum við ráðum okkar og getum bætt verulega í hópinn."

Viðtalið við Venna má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner