Diego Simeone, þjálfari Atlético Madríd, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að rífast við stuðningsmann Liverpool eftir leik liðanna á Anfield í kvöld, en Argentínumaðurinn útskýrði málið á fréttamannafundi eftir leikinn.
Atvikið átti sér stað eftir sigurmark Virgil van Dijk í uppbótartíma.
Stuðningsmaðurinn hreytti einhverjum fúkyrðum í átt að Simeone sem brást illa við. Hann gekk upp að manninum áður en öryggisverðir stigu á milli.
Simeone sá rautt en hann var allt annað en sáttur við hegðun stuðningsmannsins.
„Þegar þeir skora þriðja markið þá sneri hann sér við og móðgaði mig. Ég er persóna og manneskja,“ sagði Simeone eftir leikinn.
„Ég vil ekki fara nánar út í það hvað hann sagði. Ég vil ekki koma því í umræðuna, en ég veit hvað gerðist bak við bekkinn. Ég get ekki leyst samfélagsleg vandamál á einum fréttamannafundi. Þetta er alltaf að eiga sér stað og ég þarf bara að lifa með þessu,“ sagði Argentínumaðurinn eftir leik.
Athugasemdir