Stuðningsmaður Liverpool náði því merkilega afreki að fiska rautt spjald á argentínska þjálfarann Diego Simeone er Liverpool og Atlético Madríd áttust við á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld.
Virgil van Dijk tryggði Liverpool stigin þrjú með skallamarki í uppbótartíma leiksins og ætlaði þakið að rifna af leikvanginum.
Í kjölfarið hafi stuðningsmenn kallað til Simone og nuddað salt í sár hans, en það fór ekkert sérstaklega vel í Argentínumanninn sem varð bálreiður.
Vallarverðirnir á Anfield þurftu að stíga inn á milli og var Simeone vikið af velli fyrir hegðun sína.
Slæmur endir á svekkjandi kvöldi Atlético, en það verður fróðlegt að heyra hvað Simeone mun segja eftir þennan leik.
SIMEONE HAS LOST HIS MIND ???????????? pic.twitter.com/HXb8gjdhsH
— TC (@totalcristiano) September 17, 2025
Simeone got sent off after getting rattled by a Liverpool fan ???????????? pic.twitter.com/HXDwK2ajxo
— Footy Humour (@FootyHumour) September 17, 2025
Athugasemdir