
Enska úrvalsdeildin snýr aftur í hádeginu á morgun eftir landsleikjahlé. Sævar Atli Magnússon, leikmaður Brann, var með sex rétta þegar hann spáði í síðustu umferð. Thelma Karen Pálmadóttir, sem hefur átt frábært sumar og var í vikunni valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn, spáir í leikina að þessu sinni.
Nottingham Forest 1 - 3 Chelsea (11:30 á morgun)
Chelsea vakna eftir slaka byrjun og rúlla þessu upp í seinni hálfleik. Forest fá sitt eina mark en leikurinn endar mjög óspennandi.
Brighton 1 - 2 Newcastle (14:00 á morgun)
Jafnt, spennandi og skemmtilegt. Sigurmark Brighton kemur frá Minteh í uppbótartíma.
Burnley 1 - 1 Leeds (14:00 á morgun)
Þetta verður svooooo leiðinlegur leikur að horfa á. Mjög óspennandi baráttuleikur sem endar með jafntefli.
Crystal Palace 3 - 2 Bournemouth (14:00 á morgun)
Alvöru markaleikur á Selhurst Park.
Man City 2 - 2 Everton (14:00 á morgun)
Verður alvöru hiti í þessum leik. Mikið af spjöldum og nóg að gera hjá dómaranum. Leikurinn endar með jafntefli eftir mikla baráttu í 90 mínútur.
Sunderland 2 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Hörkuleikur. Mikil stemning og læti. Wolves klára ekki færin sín en heimamenn skora tvö geggjuð mörk.
Fulham 1 - 4 Arsenal (16:30 á morgun)
Fulham skorar fyrsta markið en eftir það liggja Arsenal menn á þeim en ná ekki að skora. Fulham fá rautt spjald og Arsenal jafna rétt fyrir hálfleik eftir hornspyrnu. Seinni verður svo bara þægilegur fyrir Arsenal.
Tottenham 3 - 2 Aston Villa (13:00 á sunnudag)
Tottenham taka þetta eftir góðan og skemmtilegan leik. Það verður mikil spenna og sigurmarkið kemur í uppbótartíma.
Liverpool 4 - 1 Man Utd (15:30 á sunnudag)
Verður smá erfiður dagur fyrir Man Utd fólk. Hörkuleikur fyrsta korterið en svo skorar Isak fyrsta markið fyrir Liverpool og mínir menn klára þetta bara þægilega. Alla næstu viku munu Púlarar minna á hverjir eru betri en Man Utd stuðningsmenn halda bara áfram að koma með afsakanir.
West Ham 2 - 2 Brentford (19:00 á mánudag)
Þetta verður alvöru London-slagur Bæði lið skora snemma. Fullt af færum hjá báðum liðum. Ings jafnar í blálokin og liðin fá eitt fínasta stig.
Fyrri spámenn:
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Athugasemdir