Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 03. október 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar Atli spáir í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Amorim er í veseni.
Amorim er í veseni.
Mynd: EPA
Sævar spáir sínum mönnum sigri.
Sævar spáir sínum mönnum sigri.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla í kvöld. Svo eru áhugaverðir leikir á morgun og fimm leikir á sunnudag. Landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon spáir í leikina en hann hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu með Brann í Noregi.

Bournemouth 2 - 1 Fulham (19:00 í kvöld)
Bournemouth menn virkilega öflugir á heimavelli og hvað þá friday night under the lights, Fulham ekki unnið útileik enþá á tímabilinu.

Leeds 0 - 2 Tottenham (11:30 á morgun)
Almennt séð ekki hrifinn af þessum hádegisleikjum oftast leiðinlegir leikir þannig Spursarar taka þetta sannfærandi.

Arsenal 4 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Ég á alltaf marga kolruglaða Arsenal vini og ég nenni ekki að fá eitthver skrýtinn skilaboð frá þeim þannig eg spái þeim bara öruggum sigri. Gyokores skorar bara í stórsigrum þannig hann setur hann.

Man Utd 2 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
Amorim nær að halda sér í starfi með dramatískum sigri. Er hrifinn af gæðum og holningunni hans Mbeumo og hann hrekkur í gang í þessum leik.

Chelsea 1 - 3 Liverpool (16:30 á morgun)
Eggert Aron er alvöru Chelsea maður og ég er Poolari þannig við tökum þennan saman þegar við ferðumst í leik á morgun og mikið hlakkar mig til að fagna í andlitið á honum þegar Wirtz skorar loksins í þessum leik.

Aston Villa 2 - 0 Burnley (13:00 á sunnudag)
Jæja Ollie Watkins þú verður að fara gera eitthvað en þetta verður bara leiðinlegur en solid sigur hjá Villa. Ég er btw grjótharður McGinn maður vitið af því.

Everton 0 - 3 Crystal Palace (13:00 á sunnudag)
Sorry en ég horfi bara á Pickford spila þegar hann mætir Liverpool. Ég bara get ekki horft á hann spila ofmetnasti markmaður deildarinnar.

Newcastle 1 - 1 Nottingham Forest (13:00 á sunnudag)
Leiðinlegur jafnteflisleikur. Big Ange stillir upp í alvöru varnarleik þarna með lága línu.

Wolves 1 - 2 Brighton (13:00 á sunnudag)
Var að hugsa eitthvað sniðugt að segja en er ekki með neitt sorry.

Brentford 1 - 4 Man City (15:30 á sunnudag)
Er að spá með það í huga að Hákon spili ekki en fæ að tvítryggja mig og segi 1-0 Brentford ef hann spilar. Annars skorar Haaland 2 mörk og Reijnders sem er sjúkur spilari skorar líka

Fyrri spámenn:
Ísak Bergmann (6 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner
banner