Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. nóvember 2020 11:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Derby
Kári verður fyrirliði gegn Englandi á Wembley
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Englandi á Wembley annað kvöld.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, staðfesti þetta á blaðamannafundi.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki með í leiknum og mun Kári fá fyrirliðabandið.

Kári er 38 ára gamall og mun á morgun spila sinn 87. landsleik. Leikurinn á morgun gæti verið síðasti landsleikur þessa frábæra varnarmanns sem hefur gert magnaða hluti fyrir landsliðið.

„Ég ætla ekki að gefa neitt út. Ég hef sagt að ef kallið kemur þá mæti ég alltaf. Það er mjög líklegt að þetta verði min síðasti leikur... Ef þetta er minn síðasti leikur þá er þetta frábært svið fyrir það en líka mikið tilfinningaríkt í kringum það," sagði Kári á fréttamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner