Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Njarðvík í viðræðum við Rosenörn - Þróttur vill annan Aron Snæ
Lengjudeildin
Rosenörn.
Rosenörn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær.
Aron Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að þjálfarakaplinum lauk hefur annar kapall tekið við. Það eru margir markmenn með lausa samninga og markmannsmálin hjá nokkuð mörgum félögum óráðin.

Jökull Andrésson (24) samdi í gær við FH og kemur til félagsins í stað Mathias Rosenörn sem stóð vaktina í sumar. Leiðir FH og Rosenörn (32) skildu og er hann nú orðaður við Njarðvík.

Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net var danski markmaðurinn orðaður við Njarðvík. Hans fyrsti leikur fyrir íslenskt félag var fyrir Njarðvík fyrir nokkrum árum, en hann var þar á reynslu áður en hann samdi þar annars staðar. Hann kom svo til Íslands árið 2023 og varði mark Keflavíkur, fór svo í Stjörnuna og loks í FH.

Aron Snær Friðriksson (28) varði mark Njarðvíkur í sumar en hann er með lausan samning. Í þættinum kom fram að Þróttur Reykjavík hefði áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Ef Aron Snær kemur til Þróttar verður félagið með Aron Snæ í tvíriti því fyrir er sóknarmaðurinn Aron Snær Ingason.

Njarðvík endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar og Þróttur í því þriðja. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner