Hinn 21 árs gamli Júlíus Mar Júlíusson hefur síðustu vikur verið orðaður í burtu frá KR. Hann hefur verið orðaður við nokkur félög í Bestu deildinni og þá var sagt frá því hér á Fótbolti.net að Lyngby hefði áhuga á honum.
Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net var sagt frá því að Valur væri eina félagið sem hefði lagt inn formlegt tilboð í miðvörðinn efnilega. Tilboði Vals var hafnað.
Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net var sagt frá því að Valur væri eina félagið sem hefði lagt inn formlegt tilboð í miðvörðinn efnilega. Tilboði Vals var hafnað.
„Vertu velkominn í Val," sagði Benedikt Bóas, stuðningsmaður Vals, í þættinum.
„Ég held að hann myndi passa fullkomlega inn í Val, frábær leikmaður, dalaði aðeins undir í restina," sagði Hallgrímur Heimisson sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Val.
KR fékk á sig mörg mörk í sumar, mikið var lagt upp úr sóknarleiknum og varnarleikurinn var ekki nógu góður. Júlíus, sem kom frá Fjölni fyrir síðasta tímabil, missti sætið í liðinu undir restina.
„Hann mun kosta, verðmiðinn er 15 milljónir samkvæmt því sem kom fram í vikunni. Hann er ungur leikmaður, ég veit að hann átti ekki gott tímabil, en það sáu allir í hvernig stöðu hann var settur. Eftir því sem ég best veit þá held ég að samband hans og KR sé búið og hann langi að fara. Víkingar eru mjög áhugasamir, en þessi verðmiði er of mikill fyrir mann sem er ekki að fara byrja (hjá Víkingi), því ég held að allir séu sammála um að Oliver Ekroth og Gunnar Vatnhamar eigi allavega eitt ár eftir. 15 milljónir fyrir félag eins og Val, fyrir leikmann sem er annað hvort að fara spila í tíu ár eða er söluvara, 'no brainer' finnst mér," sagði Tómas Þór sem er stuðningsmaður Víkings.
Júlíus hefur einnig verið orðaður við Víking, Stjörnuna og ÍA. Albert Brynjar Ingason orðaði hann svo við Breiðablik í Dr. Football á föstudag. Hægt er að hlusta á Útvarpsþáttinn hér að neðan.
Athugasemdir


