Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
banner
   lau 17. desember 2016 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Valur.is 
Hrafnhildur Hauksdóttir til liðs við Val (Staðfest)
Hrafnhildur í leik með Selfossi síðasta sumar
Hrafnhildur í leik með Selfossi síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrafnhildur Hauksdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Hún kemur til liðsins frá Selfossi, sem féll úr Pepsi-deild kvenna, síðasta sumar.

Hrafnhildur lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári, en eins og segir hér að ofan kemur hún til Vals frá Selfossi, þar sem hún lék 68 meistaraflokksleiki. Hrafnhildur á 21 landsleiki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands að baki, en er nú komin í A-landsliðið.

Valur.is ræddi við Hrafnhildi í tilefni af félagsskiptunum.

„Helstu ástæðurnar fyrir því að ég valdi Val er að mér leist ótrúlega vel á bæði leikmenn og þjálfara og það er alveg greinilegt að hér er mikill metnaður í gangi. Það býr mikil reynsla í þessu liði og ég hlakka mikið til þess að læra af stelpunum og það skemmir líka ekki fyrir að það var alltaf draumurinn að spila fyrir Val þegar ég yrði eldri," sagði Hrafnhildur í samtali við Val.is.

„Valur er einn af stóru klúbbunum á landinu og þegar ég var að alast upp var kvennaliðið langbest á landinu. Valur er með langa sögu og ég hlakka mikið til að taka þátt í henni. Þjálfararnir eru með mikinn metnað og vilja ná miklu útur hverri æfingu en leggja samt upp með því að hafa gaman. Stelpurnar eru miklir meistarar og það skemmir ekki fyrir að fá að spila með systur minni og frænkum," sagði Hrafnhildur ennfremur.

Valskonur enduðu í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna á síðasta leiktímabili, en eftir tímabilið tók Úlfur Blandon við liðinu og stefnan er sett hátt á Hlíðarenda fyrir næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner