Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   lau 18. janúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Óttast örlög félagsins ef við föllum"
Bournemouth er ekki á góðum stað þessa stundina. Liðið tapaði 1-0 gegn botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Óhætt er að segja að félagið hafi lent í miklum meiðslavandræðum og er breiddin ekki mjög mikil, sérstaklega þegar litið er til þess að akademía félagsins er ekki mjög öflug.

Bournemouth hefur aðeins unnið tvo af síðustu 17 deildarleikjum sínum og er í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti, eftir 23 leiki spilaða.

Bournemouth er lítil borg með aðeins um 200 þúsund íbúa. Eddie Howe hefur gert magnaða hluti með Bournemouth, komið liðinu úr D-deild í þá efstu, með stuttu stoppi hjá Burnley. Hann kom félaginu upp í ensku úrvalsdeildina fyrir tímabilið 2015/16 og var það í fyrsta sinn sem félagið komst á þann stað.

Bournemouth hefur verið í úrvalsdeild síðan og gengið hefur verið nokkuð gott. Á fyrsta tímabilinu endaði liðið í 16. sæti, svo var það níunda sæti, 12. sæti og 14. sæti. En núna er liðið í fallsæti.

„Ég óttast örlög félagsins ef við föllum," sagði einn heimildarmaður The Athletic um Bournemouth.

Bournemouth treystir nefnilega mikið á sjónvarpstekjur sínar úr ensku úrvalsdeildinni. Tímabilið 2017/18 var greint frá því að 89% af tekjum félagsins kæmu úr sjónvarpssamningi ensku úrvalsdeildarinnar. Af þeim 119 milljónum punda sem Bournemouth fékk úr sjónvarpssamningnum það tímabil, var 102 milljón punda eytt í laun.

Bournemouth er með klásúlur í samningi leikmanna sinna sem gera það að verkum að laun munu lækka um 25% ef félagið fellur úr ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir það yrði fjárhagslegt tap af falli gríðarlegt.

Bournemouth hefur eytt miklum pening í leikmenn eins og Jordon Ibe (15 milljónir punda), Dominic Solanke (17 milljónir punda) og Asmir Begovic (10 milljónir punda). Það eru félagaskipti sem hafa ekki gengið upp. Þrátt fyrir að mörg önnur félagaskipti hafi gengið upp, þá er dýrkeypt fyrir félag eins og Bournemouth að gera svona mistök á markaðnum.

Næsti leikur Bournemouth er gegn Brighton á þriðjudag, og næsti deildarleikur þar á eftir er annar heimaleikur, gegn Aston Villa. Þetta eru leikir sem Bournemouth þarf nauðsynlega að vinna.

Smelltu hér til að lesa grein The Athletic um Bournemouth.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner