Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. janúar 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jose Sá verið magnaður fyrir Wolves - „Bestur í deildinni"
Mynd: EPA
Portúgalski markvörðurinn Jose Sá leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur komið mörgum á óvart á þessari leiktíð.

Rui Patricio var seldur til Roma í sumar og Jose Sá var fenginn í staðinn frá Olympiakos í staðinn. Patricio hafði staðið sig gríðarlega vel og margir héldu að Úlfarnir væru að taka stórt skref niður á við þegar Sá kom til félagsins.

Hann hefur hinsvegar staðið sig frábærlega og tölurnar tala sínu máli. Hann er í fjórða sæti yfir þá markmenn sem hafa oftast haldið hreinu. Hann er á eftir Ederson, Alisson og Aaron Ramsdale.

Þá hefur hann varið hlutfallslega flest skot en hann hefur varið rétt tæplega 86% skota sem hafa komið á hann.

Hann var að margra mati besti maður Úlfanna í 3-1 sigri liðsins gegn Southampton um helgina. Arnór Gauti Ragnarsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason hrósuðu honum í hástert í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn í gær.

„Geggjaður, hann er bestur í deildinni á eftir Ederson og Alisson nátturulega. Hann er besti leikmaður Wolves," sagði Siggi Bond.

„Hann skiptir svo miklu máli fyrir þá, ég var mjög efins að selja Patricio og fá hann, ég vissi ekki hver þetta var," sagði Arnór

Rui Patricio er aðalmarkvörður portúgalska landsliðsins en Sæbjörn sagði að það kæmi ekkert á óvart ef Sá myndi byrja næsta landsleik.
Enski boltinn - Vantar nýjan þjálfara og drulla mönnum burt
Athugasemdir
banner
banner
banner