Arsenal 2 - 2 Aston Villa
1-0 Gabriel Martinelli ('35 )
2-0 Kai Havertz ('55 )
2-1 Youri Tielemans ('60 )
2-2 Ollie Watkins ('68 )
1-0 Gabriel Martinelli ('35 )
2-0 Kai Havertz ('55 )
2-1 Youri Tielemans ('60 )
2-2 Ollie Watkins ('68 )
Arsenal menn eru svekktir eftir 2-2 jafntefli Arsenal gegn Aston Villa í hörkuleik á Emirates vellinum í kvöld.
Arsenal komst 2-0 yfir hér í kvöld en Aston Villa henti í alvöru endurkomu og leikurinn endaði 2-2 sem gefur Liverpool gott tækifæri að stækka bilið enn meira. Það þýðir að Liverpool situr á toppi deildarinnar með sex stiga forystu og á einn leik til góða á Arsenal sem er í 2. sæti.
Martinelli kom Arsenal yfir með skrítnu marki á 35 mínútu þar sem Trossard gerir frábærlega og sólar Cash léttilega og á fyrirgjöf sem Martinelli skýtur beint á Martinez í markinu sem ver hann upp í loftið og inn í markið og slær hann síðan aftur út en marklínutæknin sagði mark og Arsenal komið í 1-0 forystu.
Havertz tvöfaldaði forystuna með mjög svipuðu marki þar sem Trossard átti frábæra fyrirgjöf beint á Havertz sem tók hann í fyrsta og setti hann líka beint á Martinez en hann varði hann bara inn í þetta skiptið.
Þá kom Aston Villa og tók yfir, minnkaði muninn með frábærum flugskalla Tielemans eftir fyrirgjöf frá Lucas Digne og 8 mínútum seinna jöfnuðu þeir metinn með enn einni fyrirgjöfinni og þessi kom frá Matty Cash sem fann Watkins aleinan á fjær og hann hamraði boltanum í þaknetið og jafnaði leikinn 2-2.
Arsenal skoraði síðan þriðja markið á 88.mínútu en það var tekið af vegna hendi þar sem Rice gerði frábærlega og fann Merino á d-boganum sem tók hann í fyrsta í höndina á Havertz og framhjá Martinez og markið var tekið af.
Trossard maður leiksins með 2 stoðsendingar og var frábær hér í dag en það var ekki nóg fyrir Arsenal sem sitja ennþá í 2.sætinu með 44 stig á meðan Aston Villa er í 7.sæti með 36 stig.
Athugasemdir